PEP

Cooperation in Iceland

  • PDF

PEP Housing ehf.

Nýr valkostur á leigumarkaði

PEP Housing ehf. og Smáíbúðir ehf. kynna lausn við að koma upp umhverfisvænu og hagkvæmu íbúðahúsnæði á Íslandi í líkingu við það sem rutt hefur sér til rúms víða erlendis. Um er að ræða nýtingu sjálfstæðra íbúðaeininga sem byggingarefnis fyrir fjölbýlishús með það að leiðarljósi að halda kostnaði í lágmarki og afhendingartíma stuttum. Með því vonast aðstandendur verkefnisins til þess að unnt verði að bjóða upp á hagkvæmt og vistvænt leiguhúsnæði og mæta þannig brýnni þörf fyrir slíkt húsnæði.

PEP Housing ehf. hefur umsjón með þróun og smíði og Smáíbúðir ehf. annast áframleigu og sölu. Markmiðið er að tryggja að einingarnar standist allar kröfur byggingarreglugerða í samráði við Mannvit verkfræðistofu. Teikningar sem lagðar verða fyrir bygginganefndir liggja fyrir. Fyritækið hefur mótað sér umhverfisstefnu en unnið verður markvisst að því að íbúðirnar og starfsemi fyrirtækisins verði umhverfisvottuð.

Mannvit,  Verkfræðideildin er með yfirumsjón með hönnun og teikningum.

Húsvernd,  Sér um smíðavinnu og umsjón undirbúnings og frágangs

Límtré Vírnet,  Þróar og framleiðir utanáliggjandi klæðningar og einangrun

Loftorka,  Þróar og framleiðir utanáliggjandi stigaganga, lyftuhús og sökkla

Gluggagerðin,  Hönnun og smíði glugga og hurða

Iðntré,  Hönnun og framleiðslu innréttinga

GH Lagnir,  Sér um pípulagnir og þróun lagnalausna

Straumleiðir, Sér um raflagnir og samskiptakerfi

Rafkaup,  Hönnun lýsingar

Flotgólf, Gólfílögn

Þessi nýja lausn hefur verið kynnt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Viðbrögð hafa verið jákvæð og flestir sjá tækifæri í að bregðast skjótt við núverandi vanda á leigumarkaði með lausnum fyrirtæksins. Vert er að benda á að jafn auðvelt er að taka niður íbúðirnar og að koma þeim upp þannig að lausnin hentar ákaflega vel þar sem skipulagsvinnu er ekki lokið.

Auk þeirra sem að ofan greinir hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja veitt ómetanlegan stuðning og aðstoð m.a. gerði R.B.RUM í Hafnarfirði okkur kleyft að sýna íbúðina með uppbúið rúm. 

Hafið samband við: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

You are here: Home